Um starfsemina
Af hverju sjúkraþjálfun fyrir hesta?
Eðlileg hreyfigeta og liðleiki hestanna okkar getur takmarkast eða orðið fyrir truflunum vegna fjölda mismunandi þátta.
Slys, sjúkdómar og streita eru bara nokkrir af mörgum mögulegum orsakavöldum sem liggja að baki fjölda vandamála. Merki um að undirliggjandi vandamál geti verið til staðar eru m.a.:
- óhreinn taktur
- greinileg og ógreinleg helti
- minnkandi afköst
- árásarhneigð eða áhuga- og sinnulaus hegðun
- fælni og kvíði
- hristir hausinn óeðlilega og/eða óeðlilega mikið, rop og aðrir húskækir
- hestinum er illa við að láta gyrða sig, sýnir mótþróa við að láta leggja á sig
Í öllum tilfellum er sameiginlegt markmið okkar allra sem komum að eða sinnum hestum að stuðla að því að þeir geti hreyft sig sársaukalaust og af ánægju. Í gegnum mína vinnu sem sérhæfður sjúkraþjálfari hesta get ég aðstoðað við að ná þeim markmiðum.
Hvað er sjúkraþjálfun fyrir hesta?
Skoðun hjá sjúkraþjálfara gefur möguleika á að finna og greina truflanir á heildar starfsemi stoðkerfis hestsins eins og vöðvum, vöðvafelli (fascia) og liðum, hryggsúlu og taugum.
Með tilliti til líffærafræði viðkomandi liða og vöðva nota ég sérstök sjúkraþjálfunar handtök og hreyfingatækni. Með því næst fyrst fram verkjastilling. Fyrirstaða í einstökum liðum er losuð og þar með er skapaður grundvöllur fyrir hestinn að geta hreyft sig aftur af bestu getu.
Hestasjúkraþjálfari er í samstarfi við alla aðila sem vinna í atvinnugreinum tengdum hrossum.
Hvernig fer skoðunin fram?
Hestasjúkraþjálfari lærður hjá samtökum hestasjúkraþjálfara (MTAP) skoðar allan hestinn, að meðtöldum útlimum og hófum, bæði í kyrrstöðu og á hreyfingu, í hringtaum og undir knapanum. Á þennan hátt eru útlínur vöðva og hreyfiferli skoðuð og fyrstu ályktanir dregnar um áreiðanleika og starfsemi vöðvahópanna. Við skoðun á öllum hestinum er spenna í vöðvum og vöðvafelli skoðuð, því næst virkni allra liða hestsins ásamt ásgrindarinnar.
Niðurstöður þessara athugana gefa sjúkraþjálfaranum heildarmynd af hreyfigetu hestsins. Út frá henni er hægt að segja til um ástæðu hreyfiröskunar hestsins og þá er hægt að meta batahorfur hans. Í framhaldinu er unnin áætlun um meðhöndlunarferli hjá sjúkraþjálfaranum og út frá henni er þróuð virk endurhæfingaáætlun fyrir knapa hestsins að vinna eftir.
Skoðunin tekur um það bil 30-60 mínutur. Einnig er framkvæmd skoðun á hestinum við endurkomu, en tekur þá um 15 – 30 mínutur.
Hvernig fer meðferðin fram?
Sjúkraþjálfunin hefur þau að markmið að:
- leysa upp þrýstingsástand eða spennu í liðum, hryggsúlu og fótum
- endurheimta hina eðlilegu starfsemi vöðvanna, að slaka á og dragast saman. Með þessu er hestinum gert kleift að finna eigið jafnvægi aftur og hreyfingarnar verða frjálslegri. Þannig fyrirbyggjast kvillar í stoðkerfinu (t.d. helti) og hesturinn verður betri í reið. Í meðhöndluninni notar sjúkraþjálfarinn mismunandi meðhöndlunaraðferðir. Samspil þrýstings á ákveðna staði í vöðvunum eykur blóðflæði til vöðvanna, ásamt sérþekkingu á virkni taugakerfisins. Þannig eru ákveðin viðbrögð í mjúkvefnum og liðunum meðvitað kölluð fram, sem hjálpa til við að endurheimta fyrri starfsemi.
Meðhöndlunin sjálf lætur lítið yfir sér, áhorfendur verða vitni af nudd-, tog- eða þrýstandi hreyfingum, oft í slow-motion, á greinilega afslöppuðum hesti.
Meðferð í sjúkraþjálfun tekur um það bil 60-90 mín. Að öllu jöfnu þarf fáa endurkomutíma. Ástæða þess er annars vegar að eftir vandlega skoðun er hægt að skilgreina orsakir vandamálsins og þar með koma í veg fyrir það. Og hinsvegar er hesturinn, eftir rækilega, markvissa og vandlega meðhöndlun, settur í þá stöðu að geta bætt sér upp langvinna eða skammvinna áverka. Hesturinn finnur í auknu mæli jafnvægi. Hér er nauðsynlegt að góð samvinna við umsjónarmann hestsins sé til staðar, þar sem það er hans ábyrgðarhlutverk að framkvæma ráðlagðar ráðstafarnir fyrir hestinn.