Gleðilegt nýtt ár 2024
01. Janúar 2024 - by Franzi
Ég óska ykkur öllum gleðilegs og farsæls nýs árs, 2024! Og þakka um leið fyrir samskiptin á liðnum árum.
Árið 2023 var spennandi, ekki síst vegna þess að þá byrjaði ég að geta tekið við hrossum í endurhæfingu og meðhöndlun til mín og fór það vel af stað með frábærum skjólstæðingum. Einnig bættist í samstarfshópinn nýr fagaðili í tönnum og hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að fylgjast með og vinna með henni Jönu.
Það sem hestarnir okkar eru heppnir að alltaf sé að bætast við fleira fagfólk á öllum sviðum hestamennskunnar, hvort sem það er umhirða, þjálfun eða heilsa! Og saman getum við veitt hestunum okkar ánægjulegt líf með okkur.