Duplo-skeifur

Hestvænu Duplo-skeifurnar frá Þýskalandi eru fáanlegar hér á Íslandi. Duplo-skeifurnar stuðla að náttúrulegri virkni hófsins, eru höggdeyfandi, gefa góðan stuðning og leyfa meiri eðlilega hreyfingu á hófpúðanum.
Hægt er að panta ýmsar stærðir, tegundir og aukahluti hjá kambshaus@gmail.com, sjá einnig á Facebook undir DuploIS

Hestatannheilsa - Jana Zedelius

70 til 85 prósent af hrossum eru með ógreind tannvandamál. Algengara er að vandamálin geri vart við sig þegar hrossinu er riðið en flest hross sýna engin, eða mjög lúmsk vandamál við að tyggja. Hestar eru meistarar í að fela tannvandamál, meðal annars vegna þess að þeir geta haldið áfram að éta á hinni, betri hliðinni. Þess vegna eru reglulegar tannheilbrigðisskoðanir ásamt lagfæringum á öllum endurteknum bitskekkjum nauðsynleg til að halda hestinum heilbrigðum. Árleg tannlæknameðferð afhjúpar vandamálin snemma! Það fer ekki á milli mála að hestur án sársauka sem er tengdur tönnum og í bitjafnvægi er forsenda fyrir glöðum reiðhesti.