Um mig
Franzi
HestasjúkraþjálfariÉg heiti Franziska Maria Kopf og er menntaður leiðbeinandi og hestafræðingur frá Hólaskóla 2009. Vorið 2012 útskrifaðist ég síðan með hæstu einkunn í BS í hestafræði frá LBHÍ á Hvanneyri og Háskólanum á Hólum. Árið 2013 lauk ég í Þýskalandi grunnnámi í sjúkraþjálfun hesta hjá hestasjúkraþjálfunarskóla „Equo Vadis“ og árið 2015 lauk ég framhaldsnámi hjá samtökum hestasjúkraþjálfara „Manuelle Therapie am Pferd“ undir stjórn Tanja Richter (http://www.verband-mtap.de/). Vorið 2019 bætti ég síðan við MTAP-meðferðaraðilaprófið sem ég stóðst með góðum árangri.
Ég er fædd og uppalin í Þýskalandi, nánar tiltekið í Freiburg í suður Svartaskógi. Snemma kynntist ég íslenska hestinum og er alin upp við hestamennsku. Í febrúar 2007 kom ég til Íslands til að vinna á hestabúi og hef búið á landinu meira og minna síðan, - fyrir utan þann tíma sem ég stundaði nám í sjúkraþjálfun hesta í Þýskalandi.
Áhugi minn á hestasjúkraþjálfun vaknaði þegar hesturinn minn glímdi við gömul meiðsl sem síendurtekið ollu hreyfi- og gangtruflunum. Susanne Braun dýralæknir sinnti okkur frábærlega og vakti áhuga minn á fagi sjúkraþjálfarans. Ég hafði gaman af því að byggja hestinn minn aftur rétt upp og gera hann að almennilegum reiðhesti á ný sem gat hreyft sig aftur sársaukalaust og í jafnvægi. Hann reyndist einnig vera frábær kennari með því að láta vita um leið og eitthvað var í ólagi hjá honum. Takk Susi fyrir að leiða mig á þessa braut þar sem ég hef lært svo margt áhugavert og skemmtilegt.